6 Janúar
1.2.2012 | 17:28
Í dag vorum við send í aukasónar komin 38 vikur. Litli þrjóskupúkinn okkar var alltaf að færa sig og vildi ekki vera kyrr í höfuðstöðu.
Hann var kominn í höfuðstöðu og ljósan ákvað að kíkja á hann og skoða betur fyrst við vorum þarna, allt leit vel út þangað til hún kom að andlitinu, ég sá strax að munnurinn var ekki í lagi og hún sagðist sjá skarð í vör. Hún skaust fram til að sækja sérfræðing og hún staðfesti að það er skarð. Hún áætlaði að það væri um hálfur cm.
Ég lá bara þarna á bekknum og grét.
Okkur var fylgt upp á mæðravernd þarna í rvk og þar hittum við ljósmóðir sem heitir Eva Ásrún. Hún var bara yndisleg í alla staði og sagði og gerði alla réttu hlutina. Hún útskýrði betur fyrir okkur hvað það þíðir að vera með skarð í vör, og eins og hún sagði þá er svo margt fleira verra en þetta.
Ég sat samt og bara hágrét, bara réð ekki við mig.
Núna vorum við komin í áhættumeðgöngu í bænum.
Við komum heim seinnipartinn, Steini fór til foreldra sinna að sækja Dagnýju og segja þeim fréttirnar og ég fór beint heim þar sem mamma var með Jónas en hann var veikur. Ég brotnaði niður einu sinni enn þegar ég sagði þeim frá.
Svo lagðist ég í tölvuna og fór að googla, fann www.breidbros.is og fleiri síður. Fór að lesa og því meira sem ég las því rólegri varð ég. Ég áttaði mig á því að þetta var ekkert svo slæmt, þetta eru allt hlutir sem hægt er að laga. Þetta er ekki lífshættulegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning