Beðið eftir drengnum

Jæja maður vaknaði lítill í sér og aumur á laugardeginum 7 jan. Var svona aðeins farin að venjast þessu og áfallið farið að minnka. Ég var farin að komast í sátt við það að eignast barn sem væri ekki fullkomið, barn með lýti og jafnvel slæman fæðingargalla í góm.

En mig vantaði ekki að gráta meira, var búin að sjá að áfallið var mest af því að maður vissi ekkert hvað þetta þýddi, maður þekkir einhverja sem eru með ör eftir svona sem eru fullorðnir. En maður hafði aldrei hugsað út í það hvernig það væri að eignast svona barn. 

Ég var bara orðin sátt, eða eins sátt og hægt var. 

Næstu dagar fóru í það að lesa sér meira til, tala við félagsráðgjafa, geðlækni og hjúkrunarfólk.  Núna langaði manni bara að fá barnið í hendurnar, langaði að fá hann sem fyrst til að getað séð hversu mikið þetta væri og til að getað byrjað að hjálpa honum.

En já, maður komst fljótt yfir þetta "drama" að maður væri að fara eignast barn með skarð, þetta er bara verkefni sem maður tekst á við um leið og það kemur, og maður býr sig undir það versta en vonar það besta :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband