Fæðingardagurinn 28 janúar 2012

Jæja litli gaurinn sem lét bíða eftir sér kom eftir 41v og 1d eða á laugardaginn 28 jan.

Ég fór í belgjalosun föstudaginn 27 í hádeginu en fékk enga verki eftir það, var samt orðin vel hagstæð og komin með 4 í útvíkkun og svona. Svo á laugardaginn var ég með nokkuð af verkjum, fékk mér bara 2 paratabs og náði að sofna seinnipartinn á meðan Steini fór með börnin í sund.

Svo um leið og verkjatöflurnar hættu að virka þá fóru að koma verkir aftur og voru þeir aðeins harðari en samt ekkert rosalega slæmir, ég ætlaði bara að fá mér paratabs og leggjast í sófann en kallinn og mamma sem var hjá mér tóku það ekki í mál. Svo ég með trega hringi upp á fæðingagang og þær sögðu mér að þar sem þetta væri 3 barn þá mætti ég svo sem ráða því bara hvort ég kæmi. Þrjóskupúkarnir á heimilinu tóku það ekki í mál að ég færi ekki allavega í skoðun svo ég ákvað að fara til að þau myndi hætta þessa tuði.

komum til rvk og upp á deild um hálf 7 um kvöldið, var sett í monitor og ljósan spurði hvort það væri mikið vandamál að fara heim aftur ef ekkert væri að gerast við hlógum bara af því og sögðum að það væri lítið mál, það væri ekki eins langt til þorlákshafnar eins og fólk héldi. Svo fór hún að skoða mig og sagði að hún ætlaði bara að fara finna fæðingarstofu, ég væri ekki að fara heim þar sem ég væri komin með 8 í útvíkkun.

Klukkan 7 fórum við ss inn á fæðingarstofu, hringdum nokkur símtöl til að láta vita að við kæmum ekki heim þar sem hann væri bara að fara koma. Hálfátta fóru verkirnir að verða aðeins sterkari og styttra á milli. svona korter eða 10 mín í kom svo allt í einu bara hríðarstormur yfir mig og ég bara fraus á rúminu, eftir 2 hríðar þannig þá eiginlega skelltu Steini og ljósan mér á rúmið og toguðu mig úr buxunum hehe, 4 hríðum seinna kom þessi líka flotti strákur í heiminn eða 2 mín í átta.

Þetta var bara yndisleg fæðing, útvíkkunin var rosalega góð og litlir verkir með henni, rembingurinn var strembinn en góður og fljótur.

Hann Jón Davíð er með skarð í vörinni, tanngarðinum og 2 lítil göt í gómnum. Þetta lýtur samt mjög snyrtilega út og auðvitað er hann bara sætastur. Þetta virðist ekki ætla há honum mjög mikið við að drekka en það gengur betur að drekka úr spes pelanum hans en af brjósti. Hann er alveg ofboðslega vær og góður og bara sefur á milli þess sem hann drekkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband