5 daga skoðun og fyrsta viðtal við lýtalækninn
8.2.2012 | 16:21
Á föstudaginn fórum við með Jón Davíð í 5 daga skoðun, hann kom bara mjög vel út úr henni, bara búinn að missa 125 gr svo hann nærist greinilega vel
Á laugardaginn byrjaði hann að æla svoldið og ældi frekar mikið á sunnudeginum líka.
Í gær fórum við svo í fyrsta viðtal hjá lýtalækninum Gunnari Auðólfs. Fengum ekkert of góðar fréttir
Hann Jón Davíð er með dulið alskarð.
Hann er ss með skarð í vör, tanngarði, og mjúka og harða gómnum. Það er himna af slímhúð í gómnum sem felur skarðið, en til að lýta á björtu hliðarnar er það líka þessi himna sem hjálpar honum að drekka vel.
Fyrsta aðgerð er plönuð í byrjun maí, þegar hann er rúmlega 3 mánaða. Þá verður gert við vörina, seinna verður svo gert við góminn, fyrir ykkur sem langar að lesa betur um þetta er hér góður linkur http://www.breidbros.is/PDF_skjol/Breid_bros.pdf á blaðsíðu 16 og mynd E er sú týpa af skarði sem hann er með.
Við erum búin að prófa að skipta um mjólk hjá honum, hann var eins og ég sagði farinn að æla svoldið og svo verður hann alveg snælduvitlaus í 2-4 tíma stundum, en ég er ekki viss um að það sé ungbarnakveisa þar sem hann fær þessi "köst" ekki alltaf á sama tíma, oftast á kvöldin reyndar en kemur fyrir að það sé um hádegi eða á öðrum tímum. Hann bara grætur og grætur greyið og eina sem róar hann er að labba með hann með fæturnar í keng en það er alveg greinilegt að þetta er maginn í honum þar sem þetta kemur eins og í krömpum.
Hann er nánast hættur að æla eftir að við skiptum um mjólk og við erum farin að gefa honum kamillute þegar hann fær þessi magaköst og það virðist slá á.
En svona fyrir utan þessi magaköst er hann voðalega góður og bara drekkur og sefur þar á mill.
Athugasemdir
Gaman að heyra hvað hann hefur misst lítið, hled að þetta kamillute sé alger snilld! :) Vonandi bara að þetta sem er að angra hann er hann grætur , sé bara að verða búið!!
Kram Lolla :*
Lolla (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 16:29
Mikið er gott að heyra þína,ykkar frásögn af gangi mála og gott að hann þroskast og dafnar vel,gangi ykkur vel með hann Jón Dafíð.
ágústa (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.