Nóg að gera á stóru heimili
13.2.2012 | 20:03
Jæja nú er Jón Davíð orðinn 2 vikna gamall, búið að vera nóg að gera seinustu daga.
Þau Dagný Birta og Jón Davíð fengu bæði hor í nefið á föstudaginn, svo varð Jón Davíð orðinn frekar pirraður eftir miðnætti og ákvað ég að mæla hann um 1 leytið og var hann þá kominn með 38 stiga hita, ég hélt bara áfram að reyna róa hann og hann svona dormaði smá en var alltaf að kvarta í mömmunni sinni samt. Svo ákvað ég nú að fara googla hita í börnum og sá af googlinu að það er bara ekkert eðlilegt að svona lítil börn fái hita. Mældi hann aftur og enþá var hitinn 38, hringdi þá upp á barnaspítala og þær vildu fá hann í skoðun. Vakti svo kallinn og Rut kom til að vera með hin börnin 3.
Vorum komin upp á spítala um hálf 4 þar sem frábært fólk tók á móti okkur og skoðaði litla alveg fram og til baka en við vorum komin heim svo aftur um 7 um morguninn. Ekkert fannst að honum sem betur fer en áttum við að koma aftur ef hitinn væri 38 eða meira þegar hann væri búinn að sofa svoldið.
Fórum svo aftur þarna uppeftir seinnipartinn þar sem hann var enþá með hita en allt leit vel út og læknirinn sagði að hann væri örugglega bara með kvef.
En Jæja svo komum við heim eftir kvöldmat og fengum ekki 1 barn heim hehe Birgitta vildi vera hjá ömmu sinni og afa og Jónas og Dagný Birta sem voru hjá mömmu vildu gista þar. Jón Davíð svaf vel þessa nóttina og ekki veitti af þar sem við hjónakornin fórum ekki á fætur fyrr en langt komið í hádegi :D
Hann Jón Davíð var sem betur fer orðinn hitalaus þarna.
Nema hvað að hann byrjar að æla, ældi pelanum sínum í kaffinu, kvöldmatnum og öllu sem hann fékk að drekka þar til 5 um nóttina. Þá var hann ss nánast ekkert búinn að drekka síðan í hádeginu. Hann náði að drekka þennan 1 pela klukkan 5, ældi svo pelanum sem ég gaf honum klukkan 8 :S
Og ég er ekkert að tala um smá ælu sem kemur upp með ropi, ég er að tala um að hann spúir ælu og það fer yfir öll fötin og taubleyjurnar bara rennandi blautar og læti.
Síðan klukkan 11 í morgun höfum við bara verið að gefa honum 1-2 únsur á 2 tíma fresti og hann nær að halda því niðri, ég prófaði 1 skiptið í dag að gefa honum 3 (hann ætti að drekka 4 ) en það kom beint upp úr honum.
Þessi litli strákur virðist aldeilis ætla að láta hafa fyrir sér en við vonum bara að þetta fari nú að hætta hjá honum greyinu.
Athugasemdir
já það er aldeilis nóg að gera... Mjög gaman að fá að fylgjast með ykkur :) Gangi ykkur súpervel með litla prins (já og auðvitað öll börnin) og vonandi fer hann að hætta að æla..
Bestu kveðjur úr sveitinni :)
Sigurlaug
Sigurlaug (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 20:37
Flottur og duglegur strákur sem þið eigið:) Gangi ykkur vel með heimilislífið og vonandi fara veikindin bara að stoppa:)
Gaman að fá að fylgjast með:-)
Júlía Káradóttir (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning