pælingar í gangi

Jæja nú er hann Jón Davíð alveg að verða 4 vikna.

Búið að vera svoldið magavesen á honum greyjinu, og svoldið grátið.

 Hann er farinn að vilja drekka á 2 tíma fresti á daginn og 3 tíma fresti á nóttunum, en fyrst var hann að drekka á 3-4 tíma fresti á daginn og svaf í alveg 2 sinnum 5 tíma á nóttunum. 

Nú erum við búin að skipta um mjólk og æluvesenið hætti, en þá kom bara kúkavesen í staðinn :/ fengum sorbitol og erum að komast á réttan kjöl með það vesen, hann ropar vel og allt þannig, en enþá grætur greyið, nú er ég að hugsa hvort það geti verið að hann sé bara svona þurr í munninum. Hann er að drekka töluvert meira en þessi "normal" skammtur segir og ég er að hugsa hvort hann vilji drekka með svona stuttu millibili af því að hann sé bara þyrstur, ætla allavega að prufa næstu daga ef hann fer að gráta þegar hann er nýbúinn að drekka að gefa honum bara smá vatnssopa :D

En það gengur annars bara vel þrátt fyrir smá þreytu á heimilinu hehe :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband