jæja....
21.5.2012 | 00:21
er ekki kominn tími á updeit... og það fyrir löngu síðan hehe
Það gengur allt voðalega vel með "litla" kútinn. Hann bara stækkar og stækkar.
Er alveg að detta í 4 mánaða og er farinn að leika sér með dudduna sína, hittir henni oftast upp í sig hehe, er farinn að snúa sér á alla kanta og vill helst bara sitja eins og stóru systkinin :D
Hann er voðalega kvefsækinn samt greyið, fór t.d út í smá göngutúr með hann um daginn og hann fékk bara hor í nef og var pirraður í nokkra daga greyið. Annars er auðvitað bara endalaust af flensum að ganga núna.
Urðum fyrir svolitlum vonbrigðum um daginn þegar við komumst að því að aðgerðinni hans var seinkað.
Hann fer ss ekki í fyrstu aðgerð fyrr en 19 júní. Við vorum loksins farin að sjá á endann á bið eftir þeirri fyrstu en svona er þetta víst bara, maður lýtur bara á björtu hliðarnar og brosir út í heiminn. Til hvers að vera pirra sig í því sem maður ekki fær breytt :D
Í dag skírðum við Jón Davíð og héldum yndislega veislu hérna heima. Ég eins og vanalega eldaði go bakaði fyrir helmingi fleira fólk en kom svo allt er troðið af afgöngum hehe, eins gott að nóg af fólki komi í afganga :D
Hann Jón Davíð var voðalega rólegur bara mest allann tímann, svaf bara fyrir athöfnina, heilsaði svo aðeins upp á gestina og ákvað að leggja sig svo bara aftur.
En allavega þá gengur bara allt vel og hann dafnar alveg rosalega vel, hann er sko að flýta sér að stækka þessi ungi drengur.
Ef það einhver að lesa þetta þarna úti þá vona ég að þetta svari einhverjum spurningum, ef þú ert foreldri sem átt von á skarðabarni er þér velkomið að fletta mér upp á feisbook og hafa samband. Alveg saman hvað er, spjalla eða spyrja...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.