þá styttist...

...óðum í aðgerðina. Það er komið á hreint núna að aðgerðin verður 20 júní. Bara 5 dagar í það...

Erum farin að vera svoldið kvíðin, en ég allavega reyni bara að fynna mér nóg að gera til að hugsa ekki of mikið út í þetta. 

Við förum með hann í skoðun á mánudaginn til að ath hvort heilsan sé ekki góð og svona. Núna erum við að reyna minnka snuðið aðeins, svo hann verði ekki alveg svona háður því. Hann vill helst bara vera með snuðið upp í sér alla daga endalaust. Svo erum við farin að venja hann við eplasafa og vatn, og eins er ég að reyna venja hann á að láta sprauta upp í sig mjólkinni. 

En já, maður er bara jákvæður og reynir bara að hugsa til þess tíma þegar þetta er búið og hann verður búinn að jafna sig. En þetta er samt svo skrítið eitthvað. Eins skrítið og mér fannst tilhugsunin að eignast barn með skarð fynnst mér núna asnalegt að hugsa til þess að hann verði ekki með skarð. Þetta er bara hann og maður er orðinn svo vanur þessu að manni fynnst ekkert að .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband