sunnudagur eftir aðgerð

Jæja aðgerðin fór fram á miðvikudagsmorgunn. Hann vaknaði frekar illa eftir svæfingu þar sem kjáninn mamman missti símann sinn á gólfið og vakti hann Frown

áttum varla orð yfir breytingunni á litla pjakk, nefið var orðið geggjað flott, nánast alveg rétt bara, bjuggumst aldrei við svona mikilli breytingu á því.

Reyndum fljótlega að gefa honum pela en hann vildi nú ekki mikið sjá hann, vildi samt fá snuðið sitt, enda nær hann að hafa það upp í sér með tungunni meira en vörunum.

Þennan fyrsta dag náðum við lítið að gefa honum af mjólk en ég var búin að venja hann á að fá grautinn sprautaðann upp í sig úr sprautu og náðum við að gefa honum ágætlega af honum. Hann svaf alveg í 5 tíma fyrstu nóttina sem okkur fannst bara alveg frábært Smile

Daginn eftir aðgerðina vildi hann heldur ekkert drekka mikið úr pelanum sínu, náðum aðeins að sprauta upp í hann bara en ekki vildi hann drekka sjálfur svo hann fékk bara meiri graut og fékk alveg vel af honum. Svo vel að næringin var tekin og fengum við að fara heim upp úr hádegi. Steini fór fyrst og náði í jónas til ömmu sinnar og afa til að heimsækja aðeins bróa sinn áður en hann færi út í sveit. Jón Davíð var svo ánægður að sjá bróðir sinn að hann bara hló Smile

Svo var haldið heim og áfram reyndum við að láta hann drekka mjólk en þegar hann vildi hana ekki þá bara fékk hann graut.

Í dag sunnudag er hann enn ekki orðinn alveg sáttur við pelann, stundum drekkur hann smá og stundum náum við að sprauta upp í hann en eins og seinustu daga fær hann þá bara grautinn ef hann vill ekki drekka þannig að hann nær þó allavega að nærast Grin

Hann er alveg ágætur, passar alveg að maður sé ekki að fikta í vörinni hehe hann snýr hausnun bara liggur við alveg við ef hann heldur að einhver sé að fara fikta. vælir svoldið og vill vera í fanginu á okkur enþá en er alveg farinn að leika sér og brosa og hlæja. 

Get ekki ýmindað mér hvernig þetta væri ef hann mætti ekki fá dudduna sína og væri í spelkum...

Þetta er bara búið að ganga ofsalega vel annars og hann brosir bara og er glaður svo framarlega sem hann fær sinn stíl reglulega Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón er bara duglegastur :)

Lolla (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 23:59

2 identicon

æðislegt að heyra að alt gengur vel:)

lise (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband