Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
matarvesenið ekki vesen lengur :D
26.6.2012 | 17:13
jæja vorum orðin svoldið leið á því að sprauta alltaf grautnu upp í Jón Davíð, sérstaklega þar sem sprauturnar verða stífar mjög fljótt og svo það maður auðvitað alltaf að vera fylla á og svona.
Er búin að vera velta því fyrir mér í nokkra daga hvað ég geti notað til að gefa honum. Vantaði eitthvað sem hægt er að sprauta úr .... hmmm sinnep JÁ, vildi nú samt ekki nota sinneps brúsa þar sem það eru auðvitað svo sterk efni í því, en maðurinn hennar mömmu er náttla bara snillingur og kom með bestu hugmyndina, rabbarbarasulta !!!
Ekkert smá þægilegt að nota svona brúsa til að gefa honum grautinn, þægilegt flæði og auðvelt að sprauta
mæli eindregið með þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sunnudagur eftir aðgerð
24.6.2012 | 22:43
Jæja aðgerðin fór fram á miðvikudagsmorgunn. Hann vaknaði frekar illa eftir svæfingu þar sem kjáninn mamman missti símann sinn á gólfið og vakti hann
áttum varla orð yfir breytingunni á litla pjakk, nefið var orðið geggjað flott, nánast alveg rétt bara, bjuggumst aldrei við svona mikilli breytingu á því.
Reyndum fljótlega að gefa honum pela en hann vildi nú ekki mikið sjá hann, vildi samt fá snuðið sitt, enda nær hann að hafa það upp í sér með tungunni meira en vörunum.
Þennan fyrsta dag náðum við lítið að gefa honum af mjólk en ég var búin að venja hann á að fá grautinn sprautaðann upp í sig úr sprautu og náðum við að gefa honum ágætlega af honum. Hann svaf alveg í 5 tíma fyrstu nóttina sem okkur fannst bara alveg frábært
Daginn eftir aðgerðina vildi hann heldur ekkert drekka mikið úr pelanum sínu, náðum aðeins að sprauta upp í hann bara en ekki vildi hann drekka sjálfur svo hann fékk bara meiri graut og fékk alveg vel af honum. Svo vel að næringin var tekin og fengum við að fara heim upp úr hádegi. Steini fór fyrst og náði í jónas til ömmu sinnar og afa til að heimsækja aðeins bróa sinn áður en hann færi út í sveit. Jón Davíð var svo ánægður að sjá bróðir sinn að hann bara hló
Svo var haldið heim og áfram reyndum við að láta hann drekka mjólk en þegar hann vildi hana ekki þá bara fékk hann graut.
Í dag sunnudag er hann enn ekki orðinn alveg sáttur við pelann, stundum drekkur hann smá og stundum náum við að sprauta upp í hann en eins og seinustu daga fær hann þá bara grautinn ef hann vill ekki drekka þannig að hann nær þó allavega að nærast
Hann er alveg ágætur, passar alveg að maður sé ekki að fikta í vörinni hehe hann snýr hausnun bara liggur við alveg við ef hann heldur að einhver sé að fara fikta. vælir svoldið og vill vera í fanginu á okkur enþá en er alveg farinn að leika sér og brosa og hlæja.
Get ekki ýmindað mér hvernig þetta væri ef hann mætti ekki fá dudduna sína og væri í spelkum...
Þetta er bara búið að ganga ofsalega vel annars og hann brosir bara og er glaður svo framarlega sem hann fær sinn stíl reglulega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2 dagar í aðgerð...
18.6.2012 | 19:05
Fórum í skoðun í dag með litla pjakk. Gunnari og skoska lækninum leyst ofboðslega vel á hann, skoski læknirinn átti eiginlega bara ekki orð yfir því hvað hann er duglegur að drekka og þyngist vel þar sem hann er með gat í gómnum. Svo fengum við aldeilis frábærar fréttir, hann má fá að drekka úr pela bara um leið og hann vaknar og eins má hann fá snuðið. Betra að hafa hamingjusamt barn en að hætta á að saumarnir rifni þegar þau gráta sagði skoski læknirinn, það var sko mikill léttir að heyra það og kvíðinn minkaði mikið.
Svo hittum við þarna aðra foreldra sem eiga strák sem er mánuði yngri en Jón Davíð, við sátum og spjölluðum í rúmann klukkutíma á meðan við vorum að bíða þarna, mikið ofboðslega var það gott að tala við aðra sem eru að ganga í gegnum þetta líka. Svo var mamman sjálf fædd með skarð og hafði þá auðvitað enn meiri reynslu.
Hefði viljað eiga svona samtal fyrir löngu síðan, ofsalega gott að fynna betur að maður er ekki einn og heyra að fleiri eru að upplifa sömu tilfynningar. Bara yndislegt :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þá styttist...
15.6.2012 | 17:22
...óðum í aðgerðina. Það er komið á hreint núna að aðgerðin verður 20 júní. Bara 5 dagar í það...
Erum farin að vera svoldið kvíðin, en ég allavega reyni bara að fynna mér nóg að gera til að hugsa ekki of mikið út í þetta.
Við förum með hann í skoðun á mánudaginn til að ath hvort heilsan sé ekki góð og svona. Núna erum við að reyna minnka snuðið aðeins, svo hann verði ekki alveg svona háður því. Hann vill helst bara vera með snuðið upp í sér alla daga endalaust. Svo erum við farin að venja hann við eplasafa og vatn, og eins er ég að reyna venja hann á að láta sprauta upp í sig mjólkinni.
En já, maður er bara jákvæður og reynir bara að hugsa til þess tíma þegar þetta er búið og hann verður búinn að jafna sig. En þetta er samt svo skrítið eitthvað. Eins skrítið og mér fannst tilhugsunin að eignast barn með skarð fynnst mér núna asnalegt að hugsa til þess að hann verði ekki með skarð. Þetta er bara hann og maður er orðinn svo vanur þessu að manni fynnst ekkert að .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)